Dagur læsis á Króki

11. 09. 2018

Á föstudaginn síðasta héldum við upp á Dag læsis. Dagur læsis er 8. september ár hvert en Sameinuðu þjóðirnar Unesco gerðu þennan dag að Alþjóðlegum Degi læsis árið 1966. Markmið með deginum er að fólk alls staðar úr heiminum er hvatt til að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði. Árlega höfum við á Króki haldið uppá Dag læsis með því að bjóða til okkar nemendum úr 8. Bekk Grunnskóla Grindavíkur til að lesa fyrir okkur.Nemendurnir stóðu sig mjög vel og höfðu gaman af því að koma til okkar. Þau lásu fyrir börnin og spjölluðu við þau auk þess sem rifjað var upp það sem þau mundu frá leikskólagöngu sinni. Var þetta skemmtileg heimsókn og þökkum við kærlega fyrir okkur.


© 2016 - Karellen