Fjölskyldu- og Grænfánahátíð

07. 02. 2018

Mánudaginn 5. febrúar héldum við fjölskylduhátíð í tilefni 17 ára afmælis leikskólans og Dags leikskólans, sem er 6. febrúar. Einnig fékk leikskólinn afhentan Grænfánann í 5. sinn. Margrét Hugadóttir, fulltrúi Landverndar, kom og afhenti okkur fánann og aðþjóðlega viðurkenningu fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja okkar af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og nærsamfélagsins. Börnin sungu við það tækifæri Umhverfislagið okkar. Eins og undanfarin ár var mjög góð mæting og þökkum við gestum kærlega fyrir skemmtilegan dag.

© 2016 - Karellen